Tækni

Nýsköpun

Við hjá KeyNatura erum sérfræðingar í útdrætti á virkum efnum úr smáþörungum og fyrirtækið hefur alla virðiskeðjuna innanhúss. Það þýðir að ræktun, útdráttur og vöruþróun fer öll fram innan fyrirtækisins. Þannig minnkar möguleg mengunarhætta og tryggir afhendingu á stöðugu, virku hágæða astaxanthini með langt geymsluþol.

Smáþörungarnir okkar eru ræktaðir við ströngustu hreinlætisskilyrði. Í ræktuninni er notast við endurnýjanlega orku, hreint íslenskt loft og vatn. Allt stuðlar þetta að skilvirkri ljóstillífun og stöðugum vexti. Þörungaafurðirnar eru dregnar út með framsækinni, háþróaðri tækni sem er stýrt af mikilli nákvæmni.

Heildarlausn

Fyrir þá sem vilja rækta við krefjandi aðstæður bíður KeyNatura upp á heildrænar lausnir. KeyNatura býr yfir bæði tækni og þekkingu til að styðja við viðskiptavini og samstarfsaðila sem vilja hefja ræktun.Við getum boðið upp á þjálfun, þekkingaryfirfærslu og tæknilegar lausnir, ásamt markaði fyrir lokaafurðina. Allt er þetta byggt á klínískum rannsóknu, prófunum og innanhússþróun á vörum og ferlum.

Heildsala

Tækni

KeyNatura hefur víðtæka sérþekkingu á smáþörungum, matvæla- og lyfjatækni. Við erum staðráðin í því að notafæra okkur þessa þekkingu til þess að reyna að nýta til fulls þá möguleika sem örþörungar bjóða uppá sem fæði og fæðubót. Þetta drífur okkur áfram í þróun á ferlum og búnaði til að geta nýtt þörunga á stórum skala.

Með því að auka framleiðslugetuna á smáþörungum með þessari byltingarkenndu tækni er KeyNatura að hjálpa til við að leysa mörg vandamál:

Iðnaður

Hin nýja tækni eykur framleiðni með því að stjórna nákvæmlega þáttum sem hafa bein áhrif á gæði og hraða ræktunar. Með innbyggðri “skaðvaldastjórnun” er hægt að minnka framleiðslutap niður í 5% (samanborið við 30-50% í öðrum þekktum lausnum).

Efnahagsleg

Það skilar hærri arðsemi fjármagns en hefðbundin “rörkerfi” (e. tubular reactors).

Uppsetningarkostnaður fyrir tankakerfi er mun lægri en í öðrum kerfum, auk þess sem auðveldari þrif og lægri raforkukostnaður LED ljósa lækkar fastan rekstrarkostnað.

Félagsleg

Það blasir við heiminum matvælaskortur og í framtíðinni verður enn erfiðara að fæða ört vaxandi íbúafjölda jarðarinnar. Þessi tækni getur boðið upp á sjálfbæran aðgang að viðurkenndri, sjálfbærri uppsprettu ómengaðra og nærandi matvæla og fóðurefna frá náttúrunni.

Photobioreactor

Tankalausn KeyNatura er hagkvæmari en sambærileg kerfi fyrir sömu framleiðslu, til að mynda ræktun í tjörnum eða rörum. Tankarnir tryggja stöðuga uppskeru lífmassa við hvaða veðurskilyrði sem er, og lágmarkar sveiflur erftir árstíðum. Hvort heldur sem rækta á innan eða utandyra, þá tekur tankakerfi KeyNatura brotabrot af því plássi sem önnur ræktunarkefi taka, auk þess að nota minna vatn og minni orku.

Okkar Rannsóknir