Styrkveiting Evrópusambandsins nýtt til frekari rannsókna

Styrkveiting Evrópusambandsins nýtt til frekari rannsókna
maí 7, 2019 KeyNatura
In Óflokkað

Frumkvöðla styrkur úr H2020 áætlun Evrópusambandsins

Við hlutum 200 milljóna króna styrk úr H2020 áætlun Evrópusambandsins sem nefnist SME Instrument til áframhaldandi rannsókna en við fórum til Brussel fyrr á árinu þar sem við áttum fund með Evrópusambandinu. Við vorum meðal þúsunda fyrirtækja sem sótti um styrkveitingu til Evrópusambandsins og því mikill sigur og ekki síður frábær viðurkenning fyrir fyrirtækið að hljóta styrkinn. SagaNatura er starfrækt í Hafnarfirðinum og hefur að geyma tvö megin vörumerki, þau eru KeyNatura og SagaMedica.

Lausn fyrir þá sem hafa ofvirka blöðru

Styrknum verður varið í að sanna virkni efnis sem unnið er úr hvönn með klínískri rannsókn ásamt því að hanna nýja vöru með stöðluðu magni af þessu virka efni. Styrkurinn mun einnig nýtast í að hefja ræktun og kynbætur á hvönn með því markmiði að auka magn þessa virka efnis sem finnst í hvönninni. Tilgangur verkefnisins er að hjálpa þeim sem kljást við ofvirka blöðru með náttúrulegri lausn sem er án allra aukaverkanna. Þeir sem kljást við ofvirka blöðru er oftar mál og þurfa að pissa á nóttunni, talið er að um 10% mannkyns hafi ofvirka blöðru sem svarar til 500 milljónum einstaklinga. Tíðni þessa sjúkdóms eykst með hækkandi aldri.

Lilja Kjalarsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri SagaNatura segir ennfremur að fyrirtækið muni vinna að og þróa frekari lausnir með virkum efnum úr hvönninni en félagið er stærsti vinnsluaðili á hvönn í heiminum. Styrkurinn virkar því sem stór innspýting í fyrirtækið en talið er að ný störf muni skapast hjá fyrirtækinu í framhaldi af þessum styrk og að tekjur fyrirtækisins aukist umtalsvert vegna þeirra tækifæra sem opnast þegar búið verður að sanna virkni þessa virka efnis með klínískri rannsókn sem unnið er úr íslenskri hvönn.  Við erum jafnframt búin að sækja um einkaleyfi á þessu virka efni, sem er virka efnið í SagaPro, forvera nýju vörunnar. SagaPro hefur reynst vel síðan það kom á markað árið 2005, hefur hlotið verðlaun á erlendum mörkuðum en um 1% Íslendinga notast við SagaPro í dag til þess að auka lífsgæði sín.

Viltu fræðast frekar um styrkinn? Hér má lesa frekar um H2020 SME Instrument áætlun Evrópusambandsins.


 

Dr. Lilja Kjalarsdóttir fór í viðtal nú á dögunum til þeirra Heimis og Gulla í Bítinu á Bylgjunni þar sem hún ræddi um styrkveitinguna og tækifærin sem bíða. Smellið hér!

Grein sem birtist í Viðskiptablaðinu má finna hér.