KeyNatura vörurnar fást nú í Melabúðinni

KeyNatura vörurnar fást nú í Melabúðinni
mars 5, 2019 Vera Höskuldsdóttir
In Fréttir

Melabúðin hefur sölu á KeyNatura vörum!

Það er okkur mikil ánægja og tilkynnum við með bros á vör að nú getur þú nálgast vörur KeyNatura í Melabúðinni við Hagamelinn í Vesturbæ Reykjavíkur. Melabúðin er yfir 60 ára gömul og er því vel greipt inn í líf og hjörtu Vesturbæinga. Við mættum þann 4. mars með vörurnar okkar og vorum með smá fræðslukynningu og gáfum viðskiptavinum Melabúðarinnar smakk af hinu bragðgóða AstaLýsi.

Við kynningu í Melabúðinni

Vöruúrval KeyNatura fellur vel við vöruúrval Melabúðarinnar en hún er kaupmannabúð með glæsilegt kjöt- og fiskborð, ferska ávexti og grænmeti í úrvali og þá er sérstaklega lögð áhersla á lífrænar og íslenskar afurðir, auk þess er persónuleg þjónusta og afar gott vöruúrval.