KeyNatura kemur sér fyrir á sænska markaðinum

KeyNatura kemur sér fyrir á sænska markaðinum
desember 2, 2018 Baldur
In Fréttir

SagaNatura hefur samið við fyrirtækið Human Power, þar sem fyrirtækin munu vinna að því að koma vörum KeyNatura á framfæri í Svíþjóð.

Saga Human Power

Human Power var stofnað haustið 2006 af Anette Brink. Hugmyndin að fyrirtækinu kom í pílagrímsferð á Spáni. Haustið 2016 var Anette að þjást af krabbameini í annað sinn og hún áttaði sig á því að sú reynsla var ekki aðeins góð sjálfsvitund heldur einnig hvaða streita, rangt mataræði og slæm næring gerir okkur veik.

Í miðjum veikindum og krefjandi starfi myndaði Anette hugmyndina um að nýta okkar mannlega kraft sem finnst innra með okkur. Þessi náttúrulega leið hefur hjálpað Anette og gefið henni þrótt sem kennari til að miðla sinni reynslu til einstaklinga og gert þá betri persónur, leiðtoga og starfsmenn.

Nútíma stofnanir og fyrirtæki setja nýjar kröfur og álag á leiðtoga og starfsmenn. Félagslega kerfið sem við búum við, óháð því hvort það varðar einstaklingur, hóp eða stofnun, er að mestu sjálfskipulagt kerfi. Samstaða fólks er forsenda þess að til staðar sé frjó hugsun og afkastamikið atvinnulíf.

Kerfisbundin stjórnun vinnuumhverfis skapar arðsemi
Persónuleg þróun einstaklingsins eða í hópum leiðir að sér hegðun sem skapar árangur og efnahagslegan ávinning fyrir okkur öll.

Aðstoðarframkvæmdastjóri SagaNatura, Dr. Lilja Kjalarsdóttir sagði við undirritun samnings: “Okkur hlakkar mikið til að vinna með Annette og Human Power í Svíþjóð en við erum einmitt alltaf að leita að einstaklingum og fyrirtækjum sem hafa ástríðu fyrir sínu starfi”.