Vísindavaka 2018

Vísindavaka 2018
nóvember 28, 2018 Baldur
In Fréttir

Vísindavaka 2018 var haldin föstudaginn 28. september í Laugardalshöllinni. Rannís stendur fyrir Vísindavöku á Íslandi, en hún er haldin samtímis í helstu borgum Evrópu síðasta föstudag í september undir heitinu European Researchers’ Night. Verkefnið er styrkt af Marie Sklodowska-Curie undiráætlun Horizon 2020.

Markmiðið með Vísindavökunni er að færa vísindin nær almenningi, kynna manneskjurnar á bak við vísindin og vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi rannsókna- og vísindastarfs í nútímasamfélagi. Verður það gert með lifandi kynningum og boðið upp á skemmtilega og fræðandi viðburði fyrir alla fjölskylduna. Allar vísindagreinar eru kynntar á Vísindavöku, hugvísindi jafnt sem raunvísindi.

KeyNatura lét sig ekki vanta á sýninguna og sýndi almenningi hvernig smáþörungar eru ræktaðir og hvernig vörur eru hægt að framleiða úr þessum einstöku lífverum.

Matís var með bráðsnjallan þrívíddarprentara sem bjó til skemmtilegan hlut úr AstaFuel vörunni okkar.