Fimm góðar ástæður til að taka astaxanthin daglega

Fimm góðar ástæður til að taka astaxanthin daglega
júní 20, 2018 Gunnur Sveinsdóttir
In Grein

Suzy Cohen hjá Huffington Post tók saman fimm ástæður til að taka Astaxanthin daglega.

Astaxanthin (borið fram ,,astasanþín”) er náttúrlegt karótíníð sem finna má í þörungum, rækjum, humri, kröbbum og laxi. Karótíníð stuðlar að heilbrigði og er litarefni sem finnst í náttúrunni, til dæmis er beta karótín appelsínugult. Astaxanthin, sem fær titilinn ,,konungur karótíníða” er rautt og er það efni sem gerir hold laxins, krabba, humars og rækju bleikt að lit. Í dýraríkinu finnst Astaxanthin í mestu magni í vöðvum laxins. Vísindamenn eru með þá tilgátu að astaxanthinið hjálpi til við að veita þessum einstöku dýrum þol og orku til að synda á móti straumnum, upp fossa og flúðir. Fyrir manneskju er astaxanthin öflugt andoxunarefni með víðtæk bætandi áhrif á heilsufar, og ólíkt öðrum andoxunarefnum, s.s. beta karótíni, zeaxanthini, E, C og D vítamínum og seleníum, þá verður Astaxanthin aldrei að oxunarefni (pro-oxidant) í líkamanum.

Dr. Mehmet Oz og dr. Joe Mercola fjallað um Astaxanthin og margir heilsusérfræðingar mælt með því efni, þar á meðal Suzy (höfundur greinar). Hún tekur 12 milligrömm á hverjum morgni, og vill upplýsa þá sögusögn að bætiefni unnin úr krilli innihalda snefil af Astaxanthin, en ekki í nærri nógu miklu magni til að ná fram þeim heilsubætandi áhrifum sem talað er um í dag. Hér eru fimm ástæður til að taka astaxanthin bætiefni daglega:

1. Astaxanthin getur dregið úr verkjum og bólgum.

Astaxanthin er áhrifamikið bólgueyðandi efni og dregur úr verkjum, hindrar ýmis efnasambönd sem fær líkamann til að emja af sársauka! Að auki dregur Astaxanthin úr bólguhvetjandi efnasamböndum sem viðhalda ýmsum krónískum sjúkdómum. Þó Astaxanthin sé 100% náttúrulegt efni, þá eru áhrif Astaxanthin svipuð þeim sem ýmis lyfseðilskyld verkjalyf hafa, en án hættu á því að maður ánetjist, fái magablæðingar eða brjóstsviða. Astaxanthin hindrar COX 2 ensím á svipaðan hátt og Celebrex (lyf sem gefið er við slitgit, iktsýki, skyndilegum verkjum og túrverkjum). Reyndar virkar Astaxanthin vel með Celebrex – og ekki óvitlaust að taka hvorttveggja samtímis ef maður kærir sig um og læknirinn fellst á.

Fyrir utan að draga úr virkni COX 2, þá bælir Astaxanthin sermisþéttni nituroxíðs, interleukin 1B, prostaglandín E2, C Reactive Protein (CRP) og TNF-alfa (æxlismyndunarþáttur alfa) og allt þetta hefur verið sannað. Í ljós hefur komið að náttúrulegt Astaxanthin minnkar CRP meira en 20 prósent á aðeins átta vikum. American Heart Association (Hjartaverndar samtök Bandaríkjanna) fullyrðir að C-reactive prótein sé áreiðanleg vísbending um hjartasjúkdóma.

2. Astaxanthin í baráttu við þreytu.

Astaxanthin veitir góða endurheimt eftir þjálfun. Á sama hátt og astaxantin hjálpar laxinum að takast á við þá hetjudáð að synda á móti straumnum, þá hjálpar það íþróttamanninum til að gera sitt besta. Það hefur sýnt sig að hreint náttúrulegt astaxanthin veitir vöðvum betri endurheimt, eykur þol og styrk og orkunýtingu.

Meira um þol og endurheimt.

3. Astaxanthin bætir augnheilsu.

Munið þið eftir þessu fræga lagi, “I can see clearly now, the rain is gone …”? Suzy tengir þennan texta við Astaxanthin. Það hefur þann einstaka eiginleika að komast í gegnum blóð-heilaþröskuld og ná til sjónhimnunnar. Vel gerðar klíniskar rannsóknir hafa sýnt að axtaxanthin bætir úr sjónskerðingu vegna sykursýki, augnbotnahrörnun, augnþreytu og þann eiginleika að sjá smáatriði. Það eru til vel hannaðar klínískar rannsóknir á mönnum sem gefa jákvæða niðurstöðu um gagnsemi gegn augnsjúkdómum.

4. Astaxanthin ,,hreinsar frumurnar”.

Astaxanthin er í sérflokki þegar kemur að andoxunareiginleikum, því það nær inn í hverja einustu frumu líkamans. Einstakir fitusæknir og vatnsfælnir eiginleikar Astaxanthin sameinda gera því kleyft að ná inn í alla hluta frumunnar, þar sem hluti Astaxanthin sameindarinnar verndar fituleysanlega hluta frumunnar og hinn hlutinn þann vatnsleysanlega. Það má hugsa sér það þannig að fruman fái allsherjar faðmlag.

Náttúrulegt Astaxanthin er einstaklega öflugt við að draga úr áhrifum súrefnis (singlet-oxygen quenching). Í rannsókn sem gerð var árið 2007 voru fjölmörg þekkt andoxunarefni og virkni þeirra rannsökuð. Í þeirri rannsókn kom fram að Astaxanthin var 6000 sinnum öflugara en C vítamín, 800 sinnum öflugra en CoQ10, 550 sinnum öflugra en virka efnið í grænu tei og 75 sinnum öflugra en alfa lipóik sýra.

5. Frábær húð- og sólarvörn.

Það hefur komið í ljós að Astaxanthin er góð vörn fyrir stærsta líffærið. Ítrekaðar rannsóknir hafa gefið sömu niðurstöðu, og gefa til kynna frábæra eiginleika Astaxanthin við að viðhalda rakastigi húðarinnar, mýkt og teygjanleika, sem dregur úr fínum hrukkum, blettum eða freknum.

Suzy er með ljósa húð sem verður freknótt, því tekur hún inn Astaxanthin, líka af því að það dregur úr skaðlegum áhrifum útfjólublárra geisla sólarinnar. Reyndar, ef maður brennur illa í sólinni þá nær Astaxanthin inní húðfrumurnar og dregur úr þeim skaða sem útfjólubláir geislarnir valda. Það má líta á það sem innri sólarvörn. Fyrir utan þessi góðu áhrif á húðina, þá elskar Suzy Astaxanthin því það losar hana við milda verki og stirðleika eftir jógaiðkun, dans, gönguferðir, kajakróður eða hvað annað sem hún tekur sér fyrir hendur til skemmtunar.

Villtur Kyrrahafslax, sérstaklega Sockey lax (rauður lax – Oncorhynchus nerka) er sú dýrategund sem hefur mesta styrk Astaxanthin í vöðvunum. Hinsvegar þarf maður að borða um 165 grömm á dag til að fá 3.6 milligramma skammt. Þar sem rannsóknir gefa til kynna að það þarf stærri skammta en það til að ná bólgueyðandi virkni, þá mælir hún (Suzy) alltaf með Astaxanthin bætiefni.

Vandaðu innkaupin, því þú vilt vera viss um að varan sem þú velur hafi verið framleidd við bestu aðstæður, allar varrúðarráðstafanir hafi verið gerðar til að uppskera á réttan hátt, hreinsa efnið, pakka því og vernda innihaldið allt þar til fyrningardagsetningin rennur upp.

Huffinton póst greinin

AstaEnergy frá KeyNatura er framleitt á Íslandi við bestu mögulegu aðstæður og mælum við með því að þú kynnir þér vörurnar okkar.

 • kr.3.199

  AstaEnergy

  kr.3.199

  AstaEnergy

  AstaEnergy inniheldur 4 mg af náttúrulegu íslensku Astaxanthin. Belgirnir hafa einnig E-vítamín sem stuðlar að verndum fruma fyrir oxunarálagi. Hvert glas hefur 60 perlur fyrir 1-2 mánaða notkun
  kr.3.199
  Rated 5.00 out of 5
 • kr.4.299

  AstaSkin

  kr.4.299

  AstaSkin

  AstaSkin er sérsniðin formúla fyrir húðina. Þessi blanda inniheldur Astaxanthin, seramíð og kollagen auk vítamína og steinefna sem stuðla að heilbrigðri húð.
  • Astaxanthin 6 mg
  • Seramíð unnin úr hrísgrjónahýði 30 mg
  • Fisk kollagen 250 mg
  A-vítamín, ríbóflavín, níasín og bíótín. C-vítamín (100% af næringarviðmiði) stuðlar að eðlilegri kollagen myndun í húð.
  kr.4.299
  Rated 5.00 out of 5
 • kr.3.999

  AstaFuel (2 í pakka)

  kr.3.999

  AstaFuel (2 í pakka)

  AstaFuel er vökvablanda þar sem Astaxanthin er blandað við MCT olíu úr kókoshnetum. Hver teskeið færir þér 4 mg af Astaxanthin og 4.6 af MCT olíu. AstaFuel er frábært fyrir fólk sem vill Astaxanthin skammtinn sinn í fljótandi formi eða fyrir þá sem eru á ketó eða 16:8 föstu mataræði. Hægt að taka eina skeið á morgnana með kaffibollanum í stað þess að "fela" fituna í kaffinu. AstaFuel fást tvær saman í pakka á vefverslun okkar.
  kr.3.999
 • kr.3.999

  AstaLýsi (2 í pakka)

  kr.3.999

  AstaLýsi (2 í pakka)

  AstaLýsi er einstök blanda af íslensku astaxanthin og síldarlýsi. AstaLýsi er bragðgott og meinhollt en það inniheldur 2 mg af astaxanthin, 900 mg af omega-3 og 20 µg af D-vítamíni í hverri teskeið. Góð heilsuáhrif lýsis eru vel þekkt og nú er búið að bæta við hinu magnaða andoxunarefni Astaxanth
  kr.3.999
  Rated 5.00 out of 5
 • kr.3.999

  AstaCardio

  kr.3.999

  AstaCardio

  Hér á Íslandi erum við vön því að taka lýsi sem oftast hér á landi er unnið úr þorskalifur. Núna býðst þér að sækja omega-3 fitusýrurnar beint til upprunans – frá smáþörungum. Hvert hylki af AstaCardio innheldur Omega-3 fitusýrur EPA og DHA ásamt 4mg af Astaxanthin, öfluga andoxunarefninu frá náttúrunnar hendi. Þessi efni eru talin minnka bólgur í vefjum líkamans sem stuðla að bættri starfsemi hjarta, heila og augna.
  Astaxanthin er eitt af öflugustu andoxunarefnum náttúrunnar og hefur margvísleg áhrif á líkamann. Húð, vöðvar, liðbönd, augu og hjarta- og æðakerfi eru öll móttækileg fyrir Astaxanthin, sem gerir það einstaklega virkt meðal andoxunarefna.
  • Stuðlar að bættri heilsu hjarta, heila og sjón
  • Getur minnkað bólgur, bætt þrek og endurheimt
  • Verndar og stuðlar að fallegri húð
  kr.3.999