KeyNatura og SagaMedica á viðskiptaráðstefnu í Genf, Sviss

KeyNatura og SagaMedica á viðskiptaráðstefnu í Genf, Sviss
maí 16, 2018 Gunnur Sveinsdóttir
In Fréttir

KeyNatura og SagaMedica hafa náð góðum árangri á Vitafoods Europe sem er haldin í Genf 15-17. maí en þar eru þau með sýningarbás. Sýningin er sú stærsta sinnar tegundar í Evrópu þar sem fyrirtæki sem framleiða, dreifa og markaðssetja fæðu- og heilsubótarefni koma saman.

Fyrirtækin hafa verið í mikilli sókn á erlendum mörkuðum og er því sýning eins og þessi mikilvæg til að ná enn frekari árangri í sölu og markaðsstarfi erlendis.  Aðsóknin á bás fyrirtækjanna hefur farið fram úr væntingum og hafa samningaviðræður við viðskiptaaðila frá Evrópu, Norður Ameríku og Asíu gengið vel. Vörur fyrirtækjanna eru að vekja athygli og er AstaLýsi þar í sérflokki en þetta er eina varan sinnar tegundar á sýningunni. Gestir Vitafoods hafa fengið að smakka vörur frá fyrirtækjunum og hefur fólk talað um einstök bragðgæði af þessum íslensku vörum. Hvönnin frá lífrænu eyjunni Hrísey hefur gripið augu gesta og er áhugi á SagaPro og Voxis verið mikill hjá dreifingaraðilum. Verið er að ganga frá samningum við nokkra aðila um sölu á bæði vörum og hráefni.

Í dag eru fyrirtækin í útflutningi á vörum sínum til Norður-Ameríku, Nýja Sjálands, Evrópu og Kína ásamt því að selja á heimamarkaði. 

Nánari upplýsingar veita: Sjöfn Sigurgísladóttir, framkvæmdastjóri í gegnum netfangið: sjofn@keynatura.com eða síma 858-5119 og Baldur Ólafsson markaðsstjóri í gegnum netfangið: baldur@keynatura.comeða síma 893-6988.