Astaxanthin – Þol & Endurheimt

Astaxanthin – Þol & Endurheimt
nóvember 20, 2017 Baldur
In Grein

Þol

Íþróttafólk ætti að taka sérstaklega eftir því sem rannsóknir sýna um áhrif astaxanthins á bæði þol og endurheimt/endurbata.  Astaxanthin getur haft eflandi áhrif á nokkur lykilatriði í þjálfun þinni.

Rannsókn sem gerð var á hjólreiðamönnum sýndi að einungis fjögurra vikna inntaka á astaxanthini hafði greinileg áhrif á árangur þeirra í tímatöku. Tíminn sem það tók að hjóla 20 km minnkaði að meðaltali um 5.1% í hópnum sem fékk astaxanthin – bætingin var í raun 121 sekúndur hjá hópnum sem tók astaxanthin en 21 sekúndur hjá lyfleysuhópnum. Almennt hafa rannsóknir sýnt ítrekað að hraði og þol eykst verulega við inntöku á astaxanthini.

Astaxanthin getur einnig haft jákvæð áhrif á árangur líkamsþjálfunarinnar. Í stað þess að líkaminn reiði sig á glúkósa í vöðvunum mun astaxanthin hjálpa líkamanum að brenna líkamsfitu í staðinn á meðan á æfingu stendur. Þetta mun ekki aðeins auka þol vegna árangursríkari orkunýtingar, það mun einnig draga úr fituvef, þ.e.a.s. fitu!

Astaxanthin getur þannig bætt skilvirkni þjálfunarinnar og hjálpað líkamanum að jafna sig af þeirri streitu sem hreyfingin veldur og draga verulega úr vöðvaskemmdum.

Endurheimt/Endurbati

Astaxanthin getur á ýmsan hátt hjálpað líkamanum að jafna sig á þeirri streitu sem þjálfun og áreynsla veldur.

Rannsóknir á endurheimt hjá hlaupurum hafa sýnt að eftir 1.200 m hlaup var uppsöfnun mjólkursýru mun minni hjá þeim sem höfðu tekið inn astaxanthin í aðeins 4 vikur en hjá þeim sem voru í samanburðarhópnum. Minni uppsöfnun mjólkursýru mun ekki aðeins auka árangur heldur einnig draga úr vöðvaþreytu eftir æfingu.

Samkvæmt annarri rannsókn jafnaði hjartsláttur sig fyrr hjá þeim sem neyttu Astaxanthins fæðubótarefnis. Þátttakendur sem höfðu tekið inn astaxanthin náðu hvíldarhjartslætti aftur eftir æfingu allt að 30% hraðar en samanburðarhópurinn.

Margar rannsóknir hafa sýnt að eðlilegt slit sem íþróttaiðkun getur valdið í vöðvum minnkar með daglegri inntöku astaxanthins. Ein rannsókn gerð á atvinnumönnum í fótbolta sýndi að við það að taka inn 4 mg af astaxanthin í 90 daga minnkuðu blóðflæðismerki vöðvaskemmda – kreatínkínasa og alanínamínótransferasa – samanborið við lyfleysu. Þessar niðurstöður voru studdar af annarri rannsókn á fótboltamönnum, sem bendir til þess að við það að taka inn 4 mg astaxanthin daglega, minnkaði bólga og oxandi streita þar sem dregið var úr vöðvaskemmdum af völdum þjálfunar.

Með því að taka inn astaxanthin daglega getur þú hjálpað líkamanum að ná sér hraðar og gera þjálfun öruggari og skemmtilegri.

 • kr.3.199

  AstaEnergy

  kr.3.199

  AstaEnergy

  AstaEnergy inniheldur 4 mg af náttúrulegu íslensku Astaxanthin. Belgirnir hafa einnig E-vítamín sem stuðlar að verndum fruma fyrir oxunarálagi. Hvert glas hefur 60 perlur fyrir 1-2 mánaða notkun
  kr.3.199
  Rated 5.00 out of 5
 • kr.4.299

  AstaSkin

  kr.4.299

  AstaSkin

  AstaSkin er sérsniðin formúla fyrir húðina. Þessi blanda inniheldur Astaxanthin, seramíð og kollagen auk vítamína og steinefna sem stuðla að heilbrigðri húð.
  • Astaxanthin 6 mg
  • Seramíð unnin úr hrísgrjónahýði 30 mg
  • Fisk kollagen 250 mg
  A-vítamín, ríbóflavín, níasín og bíótín. C-vítamín (100% af næringarviðmiði) stuðlar að eðlilegri kollagen myndun í húð.
  kr.4.299
  Rated 5.00 out of 5
 • kr.3.999

  AstaFuel (2 í pakka)

  kr.3.999

  AstaFuel (2 í pakka)

  AstaFuel er vökvablanda þar sem Astaxanthin er blandað við MCT olíu úr kókoshnetum. Hver teskeið færir þér 4 mg af Astaxanthin og 4.6 af MCT olíu. AstaFuel er frábært fyrir fólk sem vill Astaxanthin skammtinn sinn í fljótandi formi eða fyrir þá sem eru á ketó eða 16:8 föstu mataræði. Hægt að taka eina skeið á morgnana með kaffibollanum í stað þess að "fela" fituna í kaffinu. AstaFuel fást tvær saman í pakka á vefverslun okkar.
  kr.3.999
 • kr.3.999

  AstaLýsi (2 í pakka)

  kr.3.999

  AstaLýsi (2 í pakka)

  AstaLýsi er einstök blanda af íslensku astaxanthin og síldarlýsi. AstaLýsi er bragðgott og meinhollt en það inniheldur 2 mg af astaxanthin, 900 mg af omega-3 og 20 µg af D-vítamíni í hverri teskeið. Góð heilsuáhrif lýsis eru vel þekkt og nú er búið að bæta við hinu magnaða andoxunarefni Astaxanth
  kr.3.999
  Rated 5.00 out of 5
 • kr.3.999

  AstaCardio

  kr.3.999

  AstaCardio

  Hér á Íslandi erum við vön því að taka lýsi sem oftast hér á landi er unnið úr þorskalifur. Núna býðst þér að sækja omega-3 fitusýrurnar beint til upprunans – frá smáþörungum. Hvert hylki af AstaCardio innheldur Omega-3 fitusýrur EPA og DHA ásamt 4mg af Astaxanthin, öfluga andoxunarefninu frá náttúrunnar hendi. Þessi efni eru talin minnka bólgur í vefjum líkamans sem stuðla að bættri starfsemi hjarta, heila og augna.
  Astaxanthin er eitt af öflugustu andoxunarefnum náttúrunnar og hefur margvísleg áhrif á líkamann. Húð, vöðvar, liðbönd, augu og hjarta- og æðakerfi eru öll móttækileg fyrir Astaxanthin, sem gerir það einstaklega virkt meðal andoxunarefna.
  • Stuðlar að bættri heilsu hjarta, heila og sjón
  • Getur minnkað bólgur, bætt þrek og endurheimt
  • Verndar og stuðlar að fallegri húð
  kr.3.999

 

Heimildir:

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/21984399

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/18082622

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/24688216

http://www.fasebj.org/content/30/1_Supplement/898.11.short

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/25514562

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/22828460

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/23274592

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/22828460

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/26167194

http://www.cis.edu.rs/wp-content/uploads/kurs/XVIII-predavanje/reference/Sport-performance-benefits-from-taking-natural-astaxantin.pdf